VÍS: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar
29 Septiembre 2022 - 11:19AM
VÍS: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar
VÍS: Tilkynning um framkvæmd
endurkaupaáætlunar
Á aðalfundi Vátryggingafélags Íslands hf. (VÍS)
þann 17. mars 2022 var samþykkt að heimila stjórn, í þeim tilgangi
að setja upp formlega endurkaupaáætlun, að kaupa á næstu 12 mánuðum
allt að 10% af hlutafé félagsins.
Stjórn VÍS hefur á grundvelli fyrrgreindrar
samþykktar tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á
eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé
þess.
Hámarksfjöldi hluta sem áætlunin kveður á um að
verði keyptir eru 100.000.000 hlutir að nafnvirði, en það
jafngildir um 5,71% af útgefnu hlutafé félagsins, sem er
nú kr. 1.750.000.000 að nafnvirði. Gert er ráð fyrir að
endurkaupum samkvæmt áætluninni ljúki í síðasta lagi 1. febrúar
2023 eða fyrr ef skilyrði um hámarkskaup eru uppfyllt fyrir þá
dagsetningu.
Endurkaup vátryggingafélaga í þeim tilgangi að
lækka hlutafé eru háð fyrirfram samþykki Fjármálaeftirlits
Seðlabanka Íslands. Tilkynnt verður sérstaklega þegar slíkt
samþykki hefur verið veitt og endurkaup munu hefjast.
Vis Insurance (LSE:0QDY)
Gráfica de Acción Histórica
De Nov 2024 a Dic 2024
Vis Insurance (LSE:0QDY)
Gráfica de Acción Histórica
De Dic 2023 a Dic 2024