VÍS: Endanleg dagskrá og tillögur til aðalfundar árið 2022
10 Marzo 2022 - 10:10AM
VÍS: Endanleg dagskrá og tillögur til aðalfundar árið 2022
Stjórn Vátryggingafélags Íslands hf. hefur boðað til aðalfundar
sem haldinn verður í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3, 108
Reykjavík, fimmtudaginn 17. mars 2022 kl. 16:00, en auk þess verður
boðið upp á rafræna þátttöku.
Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að
sækja fundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, eru beðnir
um að skrá sig á vefsíðunni
https://www.lumiconnect.com/meeting/vis eigi síðar en kl.
16.00 þann 16. mars, eða degi fyrir aðalfundardag. Með innskráningu
þarf að fylgja mynd af skilríkjum og umboð, ef við á.
Ekki hafa verið gerðar breytingar frá áður birtri dagskrá og
tillögum sem lagðar verða fyrir fundinn. Öll gögn vegna
aðalfundar, s.s. ályktunartillögur stjórnar til aðalfundar,
ársskýrsla félagsins, starfskjaraskýrsla vegna ársins
2021 og enskar þýðingar fundargagna, hafa verið gerð
aðgengileg á vefsíðu félagsins.
Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir,
samskiptastjóri, í s. 660 5260 eða með tölvupósti á netfanginu
fjarfestatengsl@vis.is
Vis Insurance (LSE:0QDY)
Gráfica de Acción Histórica
De Nov 2024 a Dic 2024
Vis Insurance (LSE:0QDY)
Gráfica de Acción Histórica
De Dic 2023 a Dic 2024